Tækni í lestri og ritun - aðgengileg í flestum vöfrum og tækjum

Lokað fyrir skráningu

  • Staðsetning: TMF Tölvumiðstöð
  • Dagsetning: 9. október 2024
  • Tími: 14:15 - 16:15
  • Verð: 12.000 kr.
  • Bókunartímabil: 13. ágúst 2024 - 9. október 2024
  • Nánar:

    Tækni í lestri og ritun - aðgengileg í flestum vöfrum og tækjum. Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja nýta sér og/eða kynna sér möguleika tækni í lestri og ritun.

    Nánar um námskeiðið.

Námskeiðsþættir: 

  • Skoðum vefinn Málstaður og þá sérstaklega talgreininn Hreim sem umskrifar talað mál á skrifað form með réttum greinarmerkjum og sniðmáti. Þetta er nýr möguleiki í raddinnslætti á íslensku. Skoðum líka Málfríði sem notar gervigreind til að greina og lagfæra atriði í stafsetningu, málfræði og stíl.

  • Aðgengisval í Microsoft 365. Upplestur með talgervla-röddunum Guðrúnu og Gunnari. Skoðum möguleikana í Word í tölvu og appinu Word í iPad.

  • Aðgengilegt lestrarumhverfi/Immersive Reader sem er Microsoft verkfæri í Word, Edge vafranum og í viðbótinni Helperbird sem er aðgengileg í öllum vöfrum.

  • Helperbird viðbót í vafra með ýmsum stillingum á vefsíðum og upplestri og raddinnslætti. Skoðum Helperbird í Chrome varfanum og í Safari í iPad.

  • iPad gagnlegar stillingar

  • Ritvinnsluforritin Pages og Word í iPad og hvernig má taka upp tal og fá texta lesinn upp með talgervli.

  •  Kynnt hvernig nota má lyklaborðsappið Gboard og lyklaborðsappið SwiftKey. Lyklaborðsöppin eru með flýtiritun/spáritun á íslensku.

  • Skoðum hvernig má fá texta skannaðan inn og upplesinn á íslensku í iPad og snjallsímum.

Lokað fyrir skráningu