iPad - Gagnlegur grunnur
Viltu læra betur á iPad? Læra allt um helstu sniðugu og gagnlegu leiðirnar til að nýta vélina sem best. Þá er þetta námskeiðið fyrir þig.
- Á námskeiðinu verður farið í helstu aðgerðir vélarinnar og margar gagnlegar stillingar skoðaðar og góð ráð gefin.
- Búnar til möppur og farið í skipulag appa í vélinni.
- Helstu öppin sem fylgja skoðuð og sýnt hvernig nota má mörg þeirra á hugvitsamlegan hátt í námi, leik og þjálfun.
- Myndir í iPad og skipulag mynda í myndasafni.
- Vafrað í Safari - þitt verkfæri á netinu.
Markhópur námskeiðsins: Fagfólk, foreldrar og aðrir sem vilja læra á iPad sem grunn fyrir skapandi vinnu.
Þátttakendur koma með iPad á námskeiðið.
Næstu námskeið:
Ekkert námskeið í boði að svo stöddu. Hægt að óska eftir námskeiði lágmarksfjöldi er fimm.
Bjóðum einnig að fara með námskeið út í skóla og stofnanir.
Minnum á að hægt er að sækja um endugreiðslu til stéttarfélaga vegna námskeiða hjá TMF.
Námskeið haldið að Háaleitisbraut 13, 4 hæð
Kennari: Sigrún Jóhannsdóttir, talmeinafræðingur
Það er hægt að óska eftir námskeiði á öðrum tíma. Lágmark 5 þátttakendur.
Bjóðum einnig upp á að halda námskeið í skólum og stofnunum.